Tónleikar

Tónleikar S.Á. eru um fimm á hverju starfsári, tvennir á haustönn og ţrennir á vorönn.
Venjulega eru tónleikar á sunnudegi kl. 17:00

Samstarf

Hljómsveitin hefur átt samstarf viđ marga kóra og flutt smćrri og stćrri verk fyrir kór og hljómsveit.

Einleikarar

Fjöldi ţekktra, íslenskra einleikara hefur komiđ fram međ hljómsveitinni.

Frumflutningur

Hljómsveitin hefur lagt áherslu á frumflutning íslenskra tónverka.

Ćfingar

Ćft er einu sinni í viku, á ţriđjudagskvöldum 19:30-22 í Seltjarnarneskirkju.

 • Andlát: Ingvar Jónasson

  Ingvar Jónas­son, víólu­leik­ari, lést á Landa­kots­spít­la á jóla­dag, 25. des­em­ber, 87 ára ađ aldri.

  Ingvar fćdd­ist á Ísaf­irđi 13. októ­ber 1927. Hann starfađi međ Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands frá ţví hún var stofnuđ áriđ 1950 til 1972 ađ frá­töld­um tveggja ára náms­tíma í Aust­ur­ríki. Áriđ 1972 flutt­ist Ingvar til Svíţjóđar og lék ţá međ sin­fón­íu­hljóm­sveit­inni í Mal­mö. Var ţar til 1983 en réđst ţá til Kon­ung­legu óper­unn­ar í Stokk­hólmi og var ţar til 1989. Flutti Ingvar ţá aft­ur til Íslands og starfađi međ Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands til starfs­loka.

  Ingvar kenndi viđ Tón­list­ar­skóla Reykja­vík­ur til fjölda ára og síđar viđ tón­list­ar­há­skól­ana í Mal­mö og Gauta­borg til árs­ins 1983. Starfađi hann mikiđ međ kammer­sveit­um, stćrri og minni, kom til Íslands međ sćnska lista­menn og var öt­ull viđ kynn­ingu á ís­lensk­um tón­skáld­um í Svíţjóđ. Í Svíţjóđ annađist hann kennslu á ýms­um nám­skeiđum.

  Stuttu eft­ir heim­kom­una frá Svíţjóđ, áriđ 1989, stofnađi Ingvar Sin­fón­íu­hljóm­sveit áhuga­manna og stjórnađi henni lengi. Eft­ir­lif­andi kona Ingvars er Stella Mar­grét Sig­ur­jóns­dótt­ir og eignuđust ţau ţrjú börn; Sig­ur­jón Ragn­ar, Vig­fús og Önnu.

 • Viltu vera međ?

  Sinfóníuhljómsveit áhugamanna er kjörinn vettvangur fyrir tónlistarkennara og lengra komna nemendur ađ viđhalda fćrni sinni. Einnig gefur hún ţeim tćkifćri sem lagt hafa stund á tónlistarnám en hafa atvinnu af öđru ađ spreyta sig.
  Áhugasamir geta haft samband hér.